Eyjafjallajökull er fimmti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.

Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, um 1.666 m hár. Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast að hverfa.

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn.
008BjornRur_6x6_Eyjafjalla_MINNI 7skrLítið eldgos varð 2010 á Fimmvörðuhálsi, austan Eyjafjallajökuls, og stóð frá 21. mars til 13. apríl það ár. Fyrstu merki um gosið sáust kl. 23:58 20. mars og voru talin vera í Eyjafjallajökli. 2010. Síðar kom í ljós að gossprungan var á Fimmvörðuhálsi.
Eldgos í Eyjafjallajökli 2010
Eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls að morgni 14. apríl 2010 og stóð til 23. maí það ár.
Screen Eyjafjalla 2015-07-07 at 10.41.56 PM

Screen Eyjafjalla 2015-07-07 at 9.59.31 PM008BjornRur_6x6_Eyjafjalla_MINNI 7skrLjósmyndari: Björn Rúriksson