Eyjar & fjöll í Norður-Atlantshafi

Eyjar & fjöll í Norður-Atlantshafi

Mér þótti það alltaf miður sem unglingur hve lág fjöllin eru á Íslandi, miðað við aðrar eyjar á Atlantshafshryggnum í Norður-Atlantshafi. Jafnvel Jan Mayen eyjan fyrir norðan okkur, er með hærra fjall Beerenberg sem er 2.277 m hátt, þrátt fyrir að flatarmál eyjarinnar sé aðeins 0,3% af Íslandi. Á Azoreyjum er hæsta fjallið Mount Pico, 2,351 metra hátt, meðan næsta eyjan fyrir sunnan, Madeira er hæsti tindur aðeins 1,862 metrar, nánast sama hæð og á Snæfelli fyrir austan. Madeira er eina eyjan á Atlantshafshryggnum sem er með lægri hæsta punkt, en okkar Hvannadalshnjúk í Öræfajökli sem er 2,110 metra hár. Hæsta fjallið á Kanaríeyjum er Teide, á Tenerife, það er 3,715 metra hátt, meðan eldkeilan Pico do Fogo á Grænhöfðaeyjum teygir sig af hafsbotni og síðan 2,829 metra frá flæðarmálinu til himins. 

 

Hvannadalshnúkur, hæsti tindur Íslands

 

Öræfajökull / Hvannadalshnúkur gægjast fram undan hlíð Lómagnúps
Sumarnótt í Öræfasveit, Öræfajökull gnæfir yfir hótelið að Freysnesi

Austur-Skaftafellssýsla 2020/2022 : A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/85mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson