Horft af Hrafntinnuskeri í suður, Tindfjallajökull í bakgrunni.

Fallegasti staðurinn ?

Oft spurður, enda hef unnið sem ljósmyndari að mynda Ísland í tæp 40 ár, hvað er fallegasti staðurinn í lýðveldinu? Ásbyrgi kemur strax upp í hugan, Dettifoss rétt hjá, enda  svindla ég, fæddur réttum 5 km norðan við Ásbyrgi, svo ég er ekki marktækur. Auðvitað er Mývatn inn í myndinni nokkru sunnar, já og Látrabjarg vestur á fjörðum. Mjóifjörður austur á fjörðum, Dyrhólaey syðsti punktur landsins, Surtsey enn sunnar, Lakasvæðið eða Landmannalaugar, nei mér líður aldrei betur, fæ betri myndir en í Hrafntinnuskeri. Það er uppáhaldsstaðurinn minn, fallegasti staður landsins, enda í þúsund metra hæð. Svo nálægt himninum og jörðinni sem er svo ólgandi og heit.

Hver .. svona er Hrafntinnusker, ótrúlegt háhitasvæði.
Litadýrð undir skerinu.

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0