Hrafntinnusker

Fallegasti staðurinn ?

Fallegasti staðurinn ?

Oft spurður, enda hef unnið sem ljósmyndari að mynda Ísland í tæp 40 ár, hvað er fallegasti staðurinn í lýðveldinu? Ásbyrgi kemur strax upp í hugan, Dettifoss rétt hjá, enda  svindla ég, fæddur réttum 5 km norðan við Ásbyrgi, svo ég er ekki marktækur. Auðvitað er Mývatn inn í myndinni nokkru sunnar, já og Látrabjarg vestur á fjörðum. Mjóifjörður austur á fjörðum, Dyrhólaey syðsti punktur landsins, Surtsey enn sunnar, Lakasvæðið eða Landmannalaugar, nei mér líður aldrei betur, fæ betri myndir en í Hrafntinnuskeri. Það er uppáhaldsstaðurinn minn, fallegasti staður landsins, enda í þúsund metra hæð. Svo nálægt himninum og jörðinni sem er svo ólgandi og heit.

Horft af Hrafntinnuskeri í suður, Tindfjallajökull í bakgrunni.
Hver .. svona er Hrafntinnusker, ótrúlegt háhitasvæði.
Litadýrð undir skerinu.