Fallegir fákar

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót, hestamannafélagsins Fáks fer nú fram í Víðidalnum í Reykjavík dagana 12. til 18. júní. Hestaíþróttamótið er eitt það sterkasta á landinu, svokallað World Ranking mót, sem þýðir að árangur keppenda telur inn á heimslistan og gefur keppinsrétt á Heimsmeistaramótið í Hollandi nú í ágúst. Icelandic Times / Land & Saga tók púlsinn á fyrsta keppnisdegi. En nska er ein stærsta íþrótt eða afþreying íslendinga, enda er íslenski hesturinn einstakur á heimsvísu. Fullkomin faraskjóti til að ferðast um landið, í takti við veður og vind. 

Það er ótrúlegt að í miðri höfuðborginni, í Víðidal við Elliðaárnar er stórt hesthúsasvæði, og keppnisvellir fyrir hestaíþróttir. Afmarkað svæði þar sem höfuðborgarbúar geta notið náttúrunnar til útreiða með þarfasta þjóninum. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands eru 51.865 hross í landinu, helmingi fleiri en mjólkurkýr sem eru 25.719. 

Myndirnirnar tala sínu máli…. 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 12/06/2023 : A7RIII : FE 1.8/135mm GM