Á leið á Norðurpólinn, eða bara til Grænlands frá Reykjavíkurflugvelli?

Fimmtíu og fimm sinnum stærra

Eitt stærsta flugstjórnarsvæði í heimi er íslenska flugstjórnarsvæðið sem kallast ,,Reykjavík Control Area“ og er fimmtíu fimm sinnum stærra en Ísland, eða fimm og hálf milljón ferkílómetrar að stærð. Nær það frá Norðurpólnum í norðri að miðlínu milli Færeyja og Skotlands í suðri. Vesturmörk flugstjórnarsvæðisins er miðlína milli Grænlands og Kanada, austurmörk þess er  Greenwich-lengdarbaugurinn, 0° (núll baugurinn). Að meðaltali fara um 400 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring, eða rúmlega fjórðungur af allri flugumferð yfir Atlantshafið. Það er Isavia ANS, dótturfélag Isavia sem sinnir flugleiðsöguþjónustu í innanlands- og alþjóðaflugi á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Helstu flugvellir á svæðinu eru Keflavík, Reykjavík og Akureyri hér heima, Vågar í Færeyjum, og Nuuk, Thule, Kangerlussuaq á Grænlandi, en þar er Isavia með dótturfélag, Suluk APS.

Höfuðstöðvar Isavia við Reykjavíkurflugvöll, þar sem allri flugumferð er stjórnað frá Skotlandi, og alla leið norður á Norðurpólinn
Þegar maður er að mynda út í náttúrunni, eins og hér í tunglsljósi við hæsta fjall landsins, Öræfajökull, má sjá flugvél á ferð, eins og hér, ljós frá flugvél hægra megin yfir fjallinu
Reykjavík 21/01/2024 – A7R IV : 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0