Finnur Jónsson var fæddur 1891 á Strýtu í Hamarsfirði. Foreldrar hans voru Ólöf Finnsdóttir frá Tunguhóli í Fáskrúðsfirði og Jón Þórarinsson af Berufjarðarströndum.
Finnur var til sjós frá 1905 til ársins 1919, síðustu árin þó einungis á sumrum. Árið 1915 flutti hann til Reykjavíkur og lærði þar gullsmíði og teikningu. Finnur fór utan til náms árið 1919, til Danmerkur og Þýskalands og kom heim árið 1925.
Í Þýskalandi voru miklar hræringar í myndlist og kynntist hann þar listamönnum og nýjum listastefnum. Hann var einn af frumkvöðlum abstraktlistarinnar á Íslandi og var fyrstur til að sýna slík verk hérlendis. Finnur vann þó ekki ekki einvörðungu í þeim stíl, hann gerði einnig mannamyndir og náttúrulífsmyndir og ferðaðist m.a. vegna þess um hálendi Íslands.
Hann vann mikið að félagsmálum myndlistarmanna, skrifaði í blöð og lenti í ritdeilum um myndlist, einnig starfaði hann fram af töluvert við gullsmíðar og kennslu auk þess að sinna myndlist.
Árið 1985 gáfu Finnur og kona hans Guðný Elíasdóttir Listasafni Íslands 800 verk Finns og er það ein stærsta listaverkagjöf til handa safninu. Finnur lést árið 1993 þá tæplega 101 árs.