Fjallað um fjöll

Fjallað um fjöll

Austfirðingum finnst Snæfell fegurst fjalla, nema einstaka Djúpavogsbúa sem finnst Búlandstindur fallegastur. Skagfirðingar mæra á Mælifell, enda fagurt fjall, meðan Skagstrendingar finnst Spákonufellið fallegast fjalla. Reykvíkingar halda mikið upp á Esjuna, enda góður skjólveggur gagnvart kaldi norðanáttinni. Meðan Snæfellingar halda því fram að Snæfellsjökull beri af öðrum fjöllum á Íslandi. Kaldbakur við Eyjafjörð, þykir mikil prýði, enda finnst mörgum Akureyringum ekkert fjall jafnast á við Kaldbak, nema ef til Herðubreið, sem var í kosningu kosið fegursta fjall landsins, fyrir nokkrum misserum. Önnur fjöll sem vantar í þessa upptalningu er Öræfajökull, hæsta og mesta fjall landsins, Hekla okkar virkasta eldfjall. Síðan Ernir í Skutulsfirði, Bolafjall við Bolungarvík, sem keppist við Sveinstind við Langasjó að hafa besta útsýni af fjallstoppi á Íslandi. Auðvitað vantar mörg fjöll, eins og Gunnólfsvíkurfjall norður og austur á Langanesi eða Blakkur við Patreksfjörð. Þennan lista má ekki taka hátíðlega; meira til gamans nema eitt atriði. Herðubreið er fegurst fjalla á Íslandi. Það vita allir. Punktur.


Sveinstindur og Langisjór

Herðubreið í fyrstu geislum morgunsólarinnar

Öræfajökull frá Breiðamerkursandi

Snæfell

Snæfellsjökull

Ísland 2019-2022 : A7R IV, A7R III, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/90mm G, FE 1.4/35mm ZA, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson