Krakatindur

Fjallmyndarleg fjöll

Fjallmyndarleg fjöll

Fyrir nokkrum árum, var gerð skoðanakönnun meðal íslendinga, hvaða fjall, væri fjall fjallanna, fallegasta fjallið. Herðubreið vann, sem kemur ekki á óvart. Formfagurt fjall sem rís upp úr hálendinu norðan Vatnajökuls. Esjan okkar Reykvíkinga, skoraði líka hátt, eins og Snæfellsjökull og Öræfajökull. Það er urmull fallegra fjalla á Íslandi, eins og Búlandstindur við Djúpavog, Ernir við Ísafjörð/Skutulsfjörð, eða Kaldbakur við Eyjafjörð. Ekki má gleyma Rauðanúpi norður á Melrakkasléttu eða Hornbjargi vestur og norður á Hornströndum, eða Sveinstindi við Langasjó. Þar, á góðum degi er eitt fallegasta útsýni af fjallstoppi á Íslandi.  Hér koma fimm fjöll sem undirritaður hefur miklar mætur á, allt fjöll sem vert er að heimsækja, enda einstök, á sinn hátt. Síðan ein mynd af Herðubreið, drottningu fjallanna. 

Herðubreið, við sólarupprás
Skrauti í Vonarskarði. Fjallið Skrauti 1326 metra hátt
Litli-Kýlingur, að Fjallabaki
Krakatindur, norður af Heklu
Dyrfjöll, austur í Borgarfirði
Skeggi, Lokinhamradal, vestur á fjörðum

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Ísland 23/09/2023 : A7RIV : FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/85mm GM, FE 1.2/50mm GM