sveitarfélag á Mið-Austurlandi
Fjarðabyggð er sveitarfélag á Mið-Austurlandi. Það varð til 7. júní 1998 við sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps. 8. október 2005 var samþykkt í kosningum að sameina Fjarðabyggð, Mjóafjarðarhrepp, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhrepp undir merkjum Fjarðabyggðar og tók sú sameining gildi 9. júní 2006 í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006.