Fjórir staðir

Á þessum árstíma, um hásumar er besti tíminn til að sjá og upplifa Ísland. Hér eru fjórir staðir, sem eru frábærir að sjá og upplifa, en eru örlítið utan alfaraleiðar, sem Icelandic times / Land & Saga mælir með. Ólikir staðir sem hafa svo margt upp á á bjóða. Myndin yfir Leirhöfn á Melrakkasléttu í átt að Rauðanúp er tekin fimm mínútum fyrir miðnætti, á björtustu nótt ársins. Myndin frá Langasjó er tekin í úrhellisrigningu, myndin af Frostastaðavatni í mikilli þoku. Þannig að má ekki láta veðrið stoppa sig þegar ferðast er um Ísland. Myndin frá Þeistareykjum, sem eru austan við Húsavík, var tekin á köldum sumardegi, enda er maður kominn þarna upp á hálendi. Það er bara að klæða sig vel, og njóta litanna og orkunnar sem tekur á móti manni á svæðinu, sem er komin í frábært vegasamband eftir að Landsvirkjun byggði þarna virkjun og veg sem bæði beinn og breiður með bundnu slitlagi.

Litadýrðin er einstök á Þeistareikjum

Miðnætursól á Melrakkasléttu

Við Langasjó, grænt hraun og svartir sandar

Þykk þoka við Frostastaðavatn

 

Ísland :  RX1R II, A7R IV : FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm, FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson