Árbæjarsafn – Borgarsögusafn Reykjavíkur
Árbæjarsafn Fornleifafundur – leiðsögn
Fimmtudagur 28. júlí Kl. 14 og kl. 16
Í sumar hefur farið fram fornleifarannsókn á Árbæjarsafni og voru fimm könnunarskurðir grafnir á gamla bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós tvö mannvirki sem voru byggð fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð.
Þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar eru afar merkilegar og bæta við þekkingu um sögu Reykjavíkur. Elstu rituðu heimildir um búsetu í Árbæ eru frá miðri 15. öld en fornleifafundurinn hefur bætt nokkrum öldum við þá sögu og er ljóst að fornar rætur Árbæjar liggja enn dýpra en áður var þekkt.
Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur verður með leiðsögn á Árbæjarsafni, fimmtudaginn 28. júlí kl. 14.00 og kl. 16.00. Þar fá gestir innsýn í þessa nýju fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar.
Leiðsögnin fer fram á íslensku.
Frítt inn á meðan leiðsögn stendur.
Allir velkomnir!
Eftir leiðsögnina mælum við með kaffi og með því í kaffihúsi safnsins Dillonshúsi.
Árbæjarsafn er opið daglega í sumar frá kl. 10:00 – 17:00.
Sjá viðburðadagskrá á www.borgarsogusafn.is.