Fornleifafundur

Árbæjarsafn – Borgarsögusafn Reykjavíkur
Árbæjarsafn Fornleifafundur – leiðsögn
Fimmtudagur 28. júlí  Kl. 14 og kl. 16

Í sumar hefur farið fram fornleifarannsókn á Árbæjarsafni og voru fimm könnunarskurðir grafnir á gamla bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós tvö mannvirki sem voru byggð fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð.

Fornleifauppgroftur_vid_arbae_II land og saga

Þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar eru afar merkilegar og bæta við þekkingu um sögu Reykjavíkur. Elstu rituðu heimildir um búsetu í Árbæ eru frá miðri 15. öld en fornleifafundurinn hefur bætt nokkrum öldum við þá sögu og er ljóst að fornar rætur Árbæjar liggja enn dýpra en áður var þekkt.
Fornleifauppgroftur_vid_arbae_V icelandic timesSólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur verður með leiðsögn á Árbæjarsafni, fimmtudaginn 28. júlí kl. 14.00 og kl. 16.00. Þar fá gestir innsýn í þessa nýju fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar.

 

Leiðsögnin fer fram á íslensku.
Frítt inn á meðan leiðsögn stendur.

Allir velkomnir!

Eftir leiðsögnina mælum við með kaffi og með því í kaffihúsi safnsins Dillonshúsi.

Árbæjarsafn er opið daglega í sumar frá kl. 10:00 – 17:00.

Sjá viðburðadagskrá á www.borgarsogusafn.is.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0