Fossalandið Ísland

Það er fátt fallegra en foss, og Ísland hefur þá ansi marga. Ef þú sem ferðamaður og hefur einlægan áhuga á fossum, þá er best, einfaldast og fljótlegast frá Reykjavík til að sjá og skoða  íslenska fossa, að skreppa 125 km / 78 mi eftir Hringvegi 1, í suður og austur að Seljalandsfossi. Síðan eru ótal fossar á næstu 30 km / 17 mi undir Eyjafjöllunum, þeirra stærstur og síðastur er Skógafoss, einn af form fegurstu fossum í íslenskri náttúru. Ef maður heldur síðan upp Skógaheiði, frá Skógafossi eftir góðri gönguleið upp Fimmvörðuhálsin, eru hvorki meira né minna 37 fossar á leiðinni, hver öðrum fallegri. Síðan ef ég ætti að velja fallegasta foss Íslands, þá er það Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum. Kraftmesti foss í Evrópu, hávær og engum líkur, þar sem hann fellur af hálendinu niður í Jökulsárgljúfur í Öxarfirði. Frá Reykjavík er ekki nema sjö eða átta tíma akstur þangað.

Seljalandsfoss

Dettifoss

Skógafoss

 

Ísland : A7R III – RX1R II:  FE 2.8/100mm GM – 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson