Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd, byggð fyrir 130 árum af Guðmundi Jakobssyni. Þegar hún var reist árið 1893 var hún stærsta sveitakirkja á landinu

Fossar og ár á Reykjanesi

Ísland er þekkt fyrir sína fallegu fossa; Dettifoss, Skógafoss, Gullfoss, Dynjanda. Líka fyrir sínar frábæru fallegu laxveiðiár, eins og Laxá í Aðaldal, Norðurá í Borgarfirði, Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu eða Hofsá í Vopnafirði. Á Reykjanesi er afturámóti engin á eða engin foss sem um getur, ekkert að sjá. Nema auðvitað falleg ósnortin náttúra, nýleg hraun, land að verða til. Myndarleg sjávarþorp og auðvitað alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík, í aðeins 50 km / 30 mi fjarlægð frá höfuðborginni. Þarna lenda nær 98% af þeim farþegum sem sækja Ísland heim. Þegar veðrið er vont, eins og í dag, þá magnað að upplifa þetta suðurnes, Reykjanes. Þú ert svo nálægt náttúruöflunum, rokinu, birtunni og öldurótinu. Icelandic Times / Land & Saga, skrapp þangað suðureftir, út í óveðrið til að upplifa. Auðvitað.

 

Keflavíkurvegur, lífæðin frá Keflavík og flugvellinum til Reykjavíkur. Lang fjölfarnasti þjóðvegur landsins
Horft yfir Hraunsvík við Grindavík, glittir í bæinn Hraun í þriðju víkinni, Hrólfsvík
Einn, líklega tveir hestar á Vatnsleysuströnd, nærri Vogum. Keilir í bakgrunni

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
07/02/2023 : A7R IV : FE 1.4/85mm GM

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0