Í opinberri heimsókn árið 1967, gefur þáverandi utanríkisráðherra og verðandi Kanslari Vestur-Þýskalands, Willi Brandt Reykvíkingum styttu af Berlínar-birninum eftir listakonuna Renée Sintenis. Á stöpli styttunnar sem stendur nú í Hellusundi, gegnt Þýska sendiráðinu er grafin í vegalengdin til Berlínar. Reykjavík er vel staðsett, mitt á milli tveggja heimsálfa. Sú höfuðborg sem er næst okkur er Þórshöfn í Færeyjum, í 802 km / 498 mi fjarlægð. Lengst er til Wellington höfuðborgar Nýja Sjálands, 17.248 km / 10.717 mi. Örstutt er héðan til Edinborgar höfuðstaðs Skotlands, aðeins 1.215 km / 754 mi, til Osló eru 1.805 km / 1.121 mi, og 1.880 km / 1.168 mi til London. Til Stokkhólms eru 2.177 km / 1.352 mi og lítið lengra til St.John’s á Nýfundnalandi 2.618 km / 1.626 mi. Til Moskvu eru 3.320 km / 2.062 mi, frá Reykjavík. Til Peking eru 7.905 km / 4.911 mi, og Tokyo 8.802 km / 5.469 mi, rúmlega helmingi lengra en til New York, sem er aðeins í 4.190 km / 2.603 mi fjarlægð frá Reykjavík.
Reykjavík 07/10/2021 07:58 – A7R IV : FE 1.4/85 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson