Fyrsti gýgurinn, rúmum einum og hálfum sólhring eftir að gosið hófst.

Fyrsti dagurinn við gosið

Gosið í Geldingardölum sem hófst fyrir fimm mánuðum, þann 19 mars 2021, er annað lengsta gos á Íslandi á þessari öld. Eldgosið í Holuhrauni varaði mánuði lengur, hálft ár. Gosinu í Fagradalsfjalli er hvergi lokið, svo met getur verið slegið. Á síðustu 200 árum hafa bara fjögur gos á Íslandi varað lengur, Surtsey 1963, og síðan Heklugosin 1947 og 1845. Nú hafa yfir 25 milljónir horft á gosið í beinni í ófáa klukkutíma. Myndin er ein sú fyrsta sem ég tók af gosinu, þar sem ég sat nokkur hundrað metra frá gýgnum. Ekki óraði mig þá að þetta sérstaka gos, aðeins í hálftíma fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli, mynda vara í vikur, mánuði, jafnvel ár eða áratugi. Hver veit. Enginn.

Reykjanes 21/03/2021  14:26 : A7R IV 1.8/135mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0