Fyrsti gýgurinn, rúmum einum og hálfum sólhring eftir að gosið hófst.

Fyrsti dagurinn við gosið

Gosið í Geldingardölum sem hófst fyrir fimm mánuðum, þann 19 mars 2021, er annað lengsta gos á Íslandi á þessari öld. Eldgosið í Holuhrauni varaði mánuði lengur, hálft ár. Gosinu í Fagradalsfjalli er hvergi lokið, svo met getur verið slegið. Á síðustu 200 árum hafa bara fjögur gos á Íslandi varað lengur, Surtsey 1963, og síðan Heklugosin 1947 og 1845. Nú hafa yfir 25 milljónir horft á gosið í beinni í ófáa klukkutíma. Myndin er ein sú fyrsta sem ég tók af gosinu, þar sem ég sat nokkur hundrað metra frá gýgnum. Ekki óraði mig þá að þetta sérstaka gos, aðeins í hálftíma fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli, mynda vara í vikur, mánuði, jafnvel ár eða áratugi. Hver veit. Enginn.

Reykjanes 21/03/2021  14:26 : A7R IV 1.8/135mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson