Gistiheimilið Húsið á söguslóðum Njálu

Gistiheimilið Húsið á söguslóðum Njálu 

Ef beygt er til vinstri frá Hvolsvelli og ekið í 9 km er komið að gistiheimilinu Húsið, sem að mestu er óbreytt frá því að það var byggt árið 1929, af stórhug, sem skólahús.  Frá árinu 2012  hefur búið þar lítil tékknesk- íslensk fjölskylda  hjónin Guðni Guðmundssonog Jana Flieglova, með ungum syni þeirra.  Tilefni heimsóknar okkar var að hjónin vildu kynna staðinn og buðu  okkur starfsmönnum Lands og sögu í heimsókn.   Við komum  skömmu fyrir hádegi í fallegu veðri laugardaginn 21. apríl. Eins og títt er til sveita tók glaðlegur íslenskur heimilishundur á móti okkur og í kjölfarið kom enn glaðlegri húsmóðir sem bauð okkur velkomna, til að skoða húsakynnin.  Húsið er snyrtilegt og fínt steinhús en úr timbri að ofan, með sál að sögn íbúa og ég  get ekki neitað því að manni finnst maður vera kominn aftur í tímann, þar sem innréttingar, stigi og allt gólfefni er jafn gamalt Húsinu.  Ég veitti því athygli að flestir innanstokksmunir  sem þurft hefur að endurnýa eru  smíðaðir heima , mér var sagt að það hefði aðstoðar kokkurinn gert  og hlakkaði ég til að sjá hann í hádeginu.  Eina breytingin frá er viðbygging  frá árinu 1995, glerskáli, sem nýttur er sem matsalur, sem kemur að góðum notum ef það er gestkvæmt. Í þessu gamla  húsi og nýrri bakhúsum norðan við bæinn er hægt að hýsa 56 gesti. Auk þess er nýju kennarabústaðirnir spölkorn sunnar, Þar er samkomusalur og rúmm fyrir 20 manns, frábær aðstaða fyrir hópa.

Frá árinu 2012  hefur búið þar lítil tékknesk- íslensk fjölskylda  hjónin Guðni Guðmundssonog Jana Flieglova, með ungum syni þeirra.

Gengið út á hlað.

Við göngum út á hlað með Guðna og ég bið hann að segja mér frá gestunum, afþreyingu  t.a.m. gönguleiðum á svæðinu.  Við fáum oft skólahópa, ættarmót og aðra slíka sem eru sjálfum sér nógir. Oftast kaupa þau gistingu með morgunmat  en auk þess er hægt að panta kvöldmat fyrir hópa og stundum einstaka gesti. Við rekum einungis gistiheimilin erum ekki ferðaskrifstofa  og  höldum verðinu þannig niðri. Við leiðbeinum auðvitað ferðamönnum með ánægju, ókeypis eftir bestu getu, án fylgdar en bendum á  slíka þjónustu sé þess óskað.  Við vildum gjarnan fá fleiri ferðamenn í náttúruskoðun en áður en farið er út í þá sálma kallar húsmóðirin okkur í mat.Gistiheimilið Húsið í Fljótshlíð

Úr eldhúsinu

Kokkurinn, Jirka, er tékkneskur útlærður matreiðslumeistari, sem reynist snillingur þó hann noti nær eingöngu íslenskt hráefni, lærlingur hans er hin huggulega Zuzana , sem ásamt matreiðslumeistaranum, bróður sínum og hjónunum gengur til allra verka t.a.m elda íslenskan mat. Fram eru boðin ljúffengir steiktir lamba  framleggir. Og í eftirrétt rabbabara kaka með rjóma.  Yndislegt.  Eftir matinn trúði Zuzana mér fyrir því að hún hefði tekið ástfóstri við íslensk fjöll. „Ef Herðubreið er drottning íslenskra fjalla þá er Þríhyrningur kóngurinn.“   Þessu til sönnunar sýndi hún myndaseríu af þessu fjalli, sem hún vissi þó ekki að gegnir lykilhlutverki í Njálssögu.  En einhvern veginn skildi hún mikilvægi þess.  „Glöggt er gests augað“

 

Áttun og umhverfi

Að loknum góðum málsverði gengum við aftur út á hlað til að skoða og átta okkur á umhverfinu.  Í norðri er skammt frá Húsinu er Tunguskógur sem Skógrægt ríkisins á heiður af.  Átta km norðar gnæfir hinn glæsilegi Þríhyrningur. Í tíu km austur af Húsinu er Gluggafoss í sama radíus en sunnar er Stóra- Dímon. Enn sunnar er er Seljalandsfoss og Seljalandslaug.   Í hásuðri niður við ströndina er svo Landeyjarhöfn.  Í örstuttu göngufæri frá Húsinu er mjög gömul rafstöð, sem hægt er að setja í gang og er það á döfinni, vegna áhuga gesta.  Sömu sögu má segja um Drumbabót 100 hektara svæði með 1200 ára gömlum skógarleyfum (sjá mynd). Á svæðinu er átján holu völlur, silungsveiði og hestaleiga, söfn og sund á Hvolsvelli en fyrir þá sem vilja fara lengra eru ýmsir möguleikar ss Fjallabaksleið nyrðri og syðri.  Sumir fara Fimmvörðuháls og yfir til Þórsmerkur og taka þá rútu frá Hvolsvelli en einnig er hægt að leigja jeppa eða hross. Fyrir þá sem vilja komast í réttir bendi ég á að hér verður réttað i september.  Við eru með sanngjörn verð en veitum að sjálfsögðu afslætti fyrir hópa.

Skömmu áður en við lögðum af stað heim á leið kom Zuzana með myndabók af Þríhyrningi ólíkum litbrigðum árstíðanna, sem hún hafði gert og færði okkur að skilnaðargjöf.

Við kveðjum þetta góða fólk með þakklæti og sól í sinni.

 

Ljósmyndir af Þrihyrningi af ólíkum litbrigðum árstíðanna teknar af  Zuzana Kociánová:Þríhyrningur fljótshlíð