Gistihúsið Langaholt

Eins og í sveitinni hjá ömmu

Gistihúsið Langaholt er staðsett í sannkallaðri náttúruperlu á sunnanverðu Snæfellsnesi við gullna strönd, tignarlega fjallasýn og í vestri blasir hinn stórbrotni Snæfellsjökull við í allri sinni dýrð. Þar er fuglalíf fjölbreitt og íslensk náttúra sýnir sínar bestu hliðar.
thorkell@thorkell.com tel:+354-869-8801langaholt_5Í gistihúsinu eru tuttugu herbergi,flest tveggja manna. „Þetta er næstum því hótel,“ segir framkvæmdastjórinn, Þorkell Símonarson. „Við viljum bara ekki heita hótel. Það eru ákveðin heimilislegheit sem við viljum halda í. Við viljum fremur hafa þetta eins og hlýtt sveitaheimili en kalt hótel. Það má segja að andrúmsloftið beri mikinn keim af okkur sem rekum gistihúsið. Við búum hér allt árið sem gerir okkur kleift að hafa opið frá því í febrúar og fram í nóvember. Við lokum rétt yfir myrkasta og kaldasta tíma ársins.
_MG_3914-EditÁ gistihúsinu eru veitingastaður sem sér hæfir sig í fiski, auk bars og setustofu. „Við erum með golfvöll hér,“ segir Þorkell, „en ekki ráðstefnusal.  Það eru nógu margir sem gera út á fyrirtækja- og stofnanahópa. Við erum hér fyrir hinn almenna ferðalang.“ Auk gistihússins er tjaldstæði í Langaholti, þar sem er aðgangur að köldu vatni og salerni, en ekki boðið upp á rafmagnstengingar og segir Þorkell það vera vegna þess að Langaholt sé ekki rekið fyrst og fremst sem tjaldstæði, heldur sé það eins konar viðbót.

fjaratjaldi (2)_MG_3874-Edit-2Svo er það matsalurinn sem tekur fimmtíu manns í sæti og er opið gestum og gangandi. Maturinn þykir einstakur enda allt heimalagað sem hægt er að laga heima. „Við bökum brauðin sjálf, gerum sulturnar, búum til kjötáleggið og þetta er dálítið eins og að koma í sveitina hjá ömmu. Við kaupum fiskinn á fiskmarkaðnum, gerum allt okkar soð úr beinum og ræktum sjálf grænmetið og megnið af kryddjurtunum. Hingað geta allri komið í mat, hvort sem þeir gista hjá okkur eða ekki – og það er húsregla hjá okkur að gera hlutina eins og við viljum láta bjóða okkur annars staðar. “

Gistihúsið Langaholti

Ytri-Görðum • 356 Snæfellsbæ
+354 435 6789
[email protected]
www.langaholt.is

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0