• Íslenska

Hótel Bifröst

Hótel Bifröst er tilvalinn áningarstaður fyrir þá sem vilja komast í sveitasæluna og njóta fegurðar landsins en Norðurárdalur er gimsteinn sem við eigum það til að gleyma. Náttúran skartar sínu fegursta við Bifröst og gott er að hvíla sig og njóta kræsinga á veitingastað hótelsins.

Hótel Bifröst er veitingastaður og hótel á þeim sögufræga stað Bifröst, í einstakri náttúruperlu við þjóðveg eitt um 100 km. frá Reykjavík og því í aðeins eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Lögð er áhersla fersk hráefni úr héraði og notalegt viðmót. Hótel Bifröst getur tekið á móti 120 gestum og er eldhúsið opinn frá 12:00 – 21:00 alla daga vikunnar. Stutt er í alls kyns afþreyingu á svæðinu, á á Snæfellsnes, í Dalina og jafnvel á Norðurland.

Hótel Bifröst getur tekið á móti allt að 108 manns í gistingu hverju sinni og eru herbergin útbúin sjónvarpi, þráðlausu neti, ísskáp og eru þau öll með sér baðherbergisaðstöðu. Herbergin eru rúmgóð og mörg þeirra hafa dásamlegt útsýni til fjalla.

Veitingastaður hótelsins býður upp á fjölbreyttan og vandaðan matseðil. Áhersla er lögð á smárétti og ferskasta hráefni hverju sinni. Matseðilinn miðar af hráefninu sem fæst í nærumhverfinu og hefur Franklín Jóhann Margrétarson yfirkokkur sett saman afar áhugaverðan matseðill. Á matseðlinum er spennandi úrval kjöt-, fisk- og grænmetisrétta en einnig býður eldhúsið upp á hefðbundinn kjöt-, fisk- og grænmetisrétt dagsins .

Veitingastaðurinn leggur áherslu á ljúffengan mat á sanngjörnu verði og er hráefnið alltaf ferskt. Hótelið rekur einnig veisluþjónustu og er þjónustan sniðin að þörfum viðskiptavinarins hverju sinni.

Fyrirtaks fundaraðstaða

Á svæðinu er fyrsta flokks fundaraðstaða og er hótelið með aðgang að fundarsölum af öllum stærðum og gerðum fyrir fundi og ráðstefnur. Í öllum sölum er að finna skjávarpa og þráðlaust net.

Útivistarperlan Bifröst

Mjög margar göngu- og hjólaleiðir er að finna í nágrenni Hótel Bifrastar. Umhverfið er fjölbreytt og býður upp á marga möguleika. Þræða má krákustíga í hrauninu, rölta með fram Norðuránni að fossinum Glanna eða Paradísarlaut, fara í skógargöngu í Jafnarskarðsskógi eða ganga á Grábrók. Golfvöllurinn Glanni er í göngufæri við Hótel Bifröst og þykir hann með skemmtilegustu og fegurstu golfvöllum landsins en útsýnið þar er alveg einstakt. Lítill gervigrasvöllur er staðsettur við hlið hótelsins. Aðstæður eru því kjörnar fyrir unga jafnt sem aldna.

Árshátíðir og skemmtanir

Hótel Bifröst hentar sérstaklega vel fyrir árshátíðir og skemmtanir fyrir hópa. Matsalurinn er notalegur og getur tekið allt að 120 manns. Þá er einnig skemmtilegt útisvæði við matsalinn sem hægt er að nýta sér á góðviðrisdögum.