Goðafoss hinn fagri

Í Skjálfandafljóti við Ljósavatnsskarð og Bárðardal norður í Suður-Þingeyjarsýslu er einn af fallegustu og fjölsóttustu fossum landsins, Goðafoss. Enda er fossinn í nokkra metra fjarlægð frá Hringvegi 1, milli Akureyrar og Mývatnssveitar. Goðafoss er um 15 metra hár og 30 metra breiður, þar sem hann rennur í gljúfrið fyrir neðan. Fossin var friðaður árið 2020, en undanfarin ár hefur verið að gagngerum endurbótum á svæðinu, til að auðvelda ferðamönnum aðgengi að fossinum, og jafnframt passa upp á að náttúran í kring um fossinn sé varin. Þjóðsagan tengir Goðafoss við kristnitökuna á Íslandi árið 1000. Þorgeir Ljósvetningagoði var á Alþingi fengið það erfiða hlutverk að sætta, ná lögsáttum milli heiðinna manna og kristinna. Þjóðsagan segir að Þorgeir hafi varpað goðalíkneskjum sínum í fossinn þegar hann kom heim í Ljósavatn eftir þingið, til staðfestingar að hann hafi tekið upp nýjan sið, kristni. Þannig hafi fossinn fengið sitt nafn, Goðafoss. 

Hér eru myndir af Goðafossi teknar bæði vetur, vor og sumar. En fossinn er alltaf fallegur, á hvaða árstíð sem er. 

Goðafoss í febrúar

 

Goðafoss í maí

 

Goðafoss í júní

 

Goðafoss um miðnætti á Jónsmessunni

 

Goðafoss í ágúst þegar hann er sem vatnsmestur

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

14/03/2023 : A7R III, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, FE 1.4/50mm Z, 2.0/35mm Z