Goslok?

Þann þriðja ágúst klukkan 13:30 byrjaði að gjósa í Meradölum í Fagradalsfjalli, við jaðar hraunsins sem kom upp í gosinu í fyrra. Gosinu lauk, eða hefur tekið sér hlé, klukkan sex að morgni 21. ágúst. Hvort gosinu sé lokið, er ekki vitað. Þótt eldvirkni sé mikil á Reykjanesi, hefur ekki gosið þar í 800 ár, og það eru 6000 ár síðan síðast gaus í Fagradalsfjalli, þá rann Beinavörðuhraun úr eldstöðinni. Flatarmálið á Fagradalhrauni, nýja hrauninu sem kom upp í þessum eldgosum tveimur eru um 6 ferkílómetrar. Til samanburðar er Holuhraun sem myndaðist norðan Vatnajökuls, árin 2014-2015 meira en tíu sinnum stærra eða 84 ferkílómetrar. Þrátt fyrir að hraun komi ekki upp í gígnum í Meradölum, er en stríður straumur fólks upp að gosstöðvunum til að virða fyrir sér ummerki eftir gosin og nýtt og en glóandi Fagradalshraun.

Stærsti gígurinn í Fagradalsfjalli, þarna gaus í meira en sex mánuði á síðasta ári

Fagradalshraun getur bæði verið slétt og úfið, varasamt er að ganga á hrauninu, enda mikil glóð undir

Það rýkur úr hrauninu

Samtals þekur Fagradalshraun um 6 ferkílómetra

Fagradalsfjall  2021/2022 : A7C, RX1R, A7R IV : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson