Græn orka

Ísland er mjög auðugt af endurnýjanlegum orkuauðlindum, og gríðarleg þekkingarsköpun á sviði grænna orku hefur skapað okkur mikla sérstöðu á heimsvísu. Hellisheiðarvirkjun í sunnanverðum Hengli, 30 km / 18 mi frá Reykjavík er dæmi um jarðvarmavirkjun á heimsmælikvarða, bæði sem varðar lausnir og stærð, en virkjunin er ein sú stærsta í heiminum. Virkjunin er í eigu ON, Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur var gangsett árið 2006 og framleiðir 200 MW í varmaafli og 303 MW í rafmagni. Í lítrum talið eru þetta 900 lítrar á sekúndu af heitu vatni, til að hita upp hús og sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu. Virkjað er með því að bora rúmlega 40 borholur, sem að jafnaði eru 2 km djúpar. Úr holunum streymir jarðhitavökvi, sem er blanda af gufu og vatni. Þessum vökva er safnað í skiljustöð. Þaðan fara svo gufa og vatn eftir tveimur aðskildum aðveituæðum í stöðvarhús virkjunarinnar, annars vegar í raforkustöð og hins vegar varmastöð til að framleiða hitaveituvatn.

Gufa er leidd í virkjuna í pípum frá borholunum sem eru í næsta nágrenni við stöðvarhúsin.

Gufa er leidd í virkjuna í pípum frá borholunum sem eru í næsta nágrenni við stöðvarhúsin.

Hellisheiði 19/01/2022  09:58 / 10:46 : A7C – A7R IV : FE 1.8/14mm GM / FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson