Guðjón Bjarnason arkitekt sýnir verk sín á Feneyjartvíæringnum

Guðjón Bjarnason opnar í senn arkitektúrsýningu á Feneyjartvíæringnum, Ítalíu og myndlistarsýningu í sendiráðsbústaðnum í Genf, Sviss  laugardaginn 22. maí, 2021.

Annars vegar er um að ræða framlag Guðjóns til til Feneyjartvíæringsins í Feneyjum. Sú sýning stendur yfir 22. maí – 21. nóvember og opnar kl. 10:00 CET. Guðjón var valinn til þáttöku á sýningunni sem ber heitið CITYX 2021 en þar sýnir hann valið úrval arkitektaverefna sem hann hefur unnið á list og hönnunarstofu sinni GB-AAA (Gudjon Bjarnason Art & Architecture Ateliers) s.l. áratug.

Tvíæringurinn ber í heild yfirskriftina „How will we live together“ . Sýningarstjórar hans eru Hashim Sarkis auk þeirra Tom Kovac og Alessandro Melis sem völdu saman nokkra arkitekta víða að til leiks í ítalska skálanum (Italian Pavillion) í Arsenale hluta Tvíæringsins. Nefnist sá hluti sýningarinnar CITYX 2021 og er verk Guðjóns að finna þar á meðal. 

Framlag Guðjóns byggist á sex mínútna videóverki „How-Coexsistence…..“ og byggist á hægflæðandi samansafni ímynda af arkitektúr og skúlptúrverkum hans. Sérstök áherzla er lögð á Tónlistarhúsið í Shillong, Meghalya á  Norður-Indlandi sem Guðjón/GB-AAA hannaði. Það útsprengda margarma mannvirki sem hefur listræna tilvísun í fyrri stálsprengiverk Guðjóns sem hann vann í landssamkeppni og var hornsteinn tekinn haustið 2015 og er nú í uppbyggingu.  Einnig eru sýndar skipulagshugmyndir GB-AAA að endurbættu skipulagi Patto, viðskiptahluta Panjim, höfuðborgar Góa ríkis, gerð góð skil. Þar að auki eru til sýnis nokkur önnur verk af ólíkum toga en svipuðum formyndunum og hugsun  í USA, Kína og Íslandi.

Tónlistin í myndbandinu er frumsamin af Eðvarði Egilssyni en að gerð sýningarinnar kom einnig Jón Kári Hilmarsson sem og fjöldi samverkafólks Guðjóns á Indlandi. Myndbandið verður til sýnis í sendiráðsbústaðnum í Genf. Einnig opnar sýningin IslANDs undir sýningarstjórn Ásthildar Jónsdóttur á sama dag kl. 14:00 CET í sendiráðsbústaðnum. Um er að ræða 13 myndverk af negatívum ljósmyndum prentuðum á ál með yfirþrykktum svörtum afstæðum myndgerðum í snöggri upplausn um miðju verka. Sýningunni fylgir einnig með yfirþrykktum svörtum afstæðum myndgerðum í snöggri upplausn um miðju verka. Sýningunni fylgir einnig nýtt 6 mínútna myndbandsverk „EcsATic BeINg cONstant Flux“ sem sýnir kaldlitar ímyndir landslags í stöðugri umbreytingu.  Myndbandið og ljósmyndirnar eru af hnignandi jöklum, fossum og  eyðilöndum spilltum af mannahöndum og eru valinn af sýningarstjóra til  áréttingar um gegndarlausa eyðingu náttúrunnar og loftlagsvá veraldar eins og fram kemur í texta sýningarskrár. Sýningin IslANDs stendur fram eftir sumri.