Sirkus Norðurskautsins Gudmund Sand og Haakon Sand

Gudmund Sand og Haakon Sand

Ljósmyndararnir Haakon Sand og Gudmund Sand fylgdu sirkuslistafólki í Sirkus Íslands eftir við líf og störf í rúmt ár. Ljósmyndasafn_Gudmund Sand og Haakon Sand

Þeim var tekið opnum örmum af þessum samheldna og hæfileikaríka hópi sem hefur fjölbreyttan bakgrunn í sirkus- og sviðslistum. Haakon og Gudmund beittu aðferðafræði heimildaljósmyndunar til að fanga kjarna sirkuslífs á Íslandi og úr varð myndaserían Sirkus Norðurskautsins.


Í gegn um tíðina hefur hinn hefðbundni sirkus haft orð á sér fyrir að vera vettvangur “öðruvísi” og “framandi” listforms. Í Sirkus Íslands er kynslóð ungs og upprennandi hæfileikafólks sem brýtur upp formið og segir sögur á nýstárlegan hátt með aðferðum sirkuslista. Þau leitast við að nútímavæða og umbreyta sýn sýningagesta ásamt því að gera töfraheim sirkusins aðgengilegan öllum. Listafólkið sér um alla framkvæmd sjálft og vinnur sem ein heild að sama markmiði; sem er að setja á svið ógleymanlega sýningu í hvert sinn.

Frændurnir Gudmund og Haakon Sand stofnuðu framleiðslufyrirtækið Sandbox í Osló, Noregi, árið 2016. Þeir vinna að persónulegum verkefnum á svið kvikmynda og ljósmyndunar og hafa verk þeirra hlotið lof og verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim. Sjá meira here

For more information about the photographers, go to:
https://www.sandbox.one/