Horft yfir Afstapahraun á Reykjanesi. Fjallið Keilir til hægri, Fagradalsfjall er lengst til vinstri. Hraunið kom í gosi við Keili árið 1151.

Gýs við Keili?

Frá Keili er 7,4 km / 4.6 mi, bein lína að gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst þann 19 mars. Undanfarna daga hefur gosið legið niðri að mestu. Fyrir fjórum dögum hófst jarðskjálftahryna við Keili, síðan hafa sjö sjálftar stærri en þrír átt upptök sín við fjallið. Svo stórir skjálftar finnast vel á höfuðborgarsvæðinu. Jarðvísindamenn eru ekki vissir hvort ástæða skjálftanna sem telja í þúsundum, eru landrekshreyfingar, eða að kvikan undir Fagradalsfjalli sé að leita sér nýrra leiða upp. Ef byrjar að gjósa við Keili, rennur hraunið í norður, og gæti þá fljótlega runnið yfir vegin til Keflavíkur og í sjó fram. En vegurinn tengir Ísland við Alþjóðaflugvöllinn í Keflavík og bæina vestast á Reykjanesi.

 

Reykjanes  30/09/2021 15:14 – A7R IV : FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson