Hafrannsóknastofnun er ein mikilvægasta stofnun Íslands. Ekki bara er þetta lang stærsta rannsóknarstofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna, heldur gegnir hún einnig mikilvægu ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu á auðlindum hafs og vatna. Stór hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar systurstofnanir og háskóla. Hjá Hafrannsóknastofnun sem er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, starfa um tvö hundruð manns, þar og á ýmsum starfstöðvum hringinn í kringum landið, auk áhafnar á tveimur rannsóknaskipum sem stofnunin notar til rannsókna á hafsvæðinu hringinn í kringum Ísland.
Hafnarfjörður 20/11/2021 09:11 – A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson