Hæð í borg

Hæð í borg

Öskjuhlíðin í miðri höfuðborginni er aðeins 90 m lægri en Møllehøj hæsta fjall Danmerkur, sem er 170,86 metrar yfir sjávarmáli.  Á toppi Öskjuhlíðar er Perlan, hitaveitutankar, veitingastaðir og útsýnispallar sem gefa góða sýn yfir höfuðborgarsvæðið, vestur að Gróttu og yfir Reykjavíkurflugvöll, norður yfir Hlíðarnar að Esju, að Bláfjöllum í austri og að Reykjanesskaganum í suðri og suðvestri. Hæðin, sem var bara stórgrýtt hæð fram undir 1940, þegar var farið að rækta þar skóg og leggja kirkjugarð, því að í suðurhlíðum hæðarinnar er stærsti kirkjugarður landsins, Fossvogskirkjugarður. Í dag við Nauthólsvík, undir Öskuhlíðinni er annar stærsti háskóli landsins, Háskólinn í Reykjavík, á Menntavegi 1. Öskjuhlíð með sína fallegu hjóla og gangstíga, er vel heppnaður heimur til að njóta útivistar í miðri höfuðborginni.

Öskjuhlíð séð frá Kópavogskirkju, Hallgrímskirkja sést til vinstri, Akrafjall í bakgrunni, og Fossvogskirkjugarður í forgrunni hinu megin við Fossvoginn.

 

Frá stærsta kirkjugarði á Íslandi, Fossvogskirjugarði.
Háskólinn í Reykjavík, á Menntavegi 1, undir Öskjuhlíðinni.
Skemmtigarður undir Perlunni, Esjan í bakgrunni.

Reykjavík 25/07/2022 :  A7RIV,  RX1R II : FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson