Fyrir þremur árum opnuðu Sjóböðin GeoSea á Húsavík. Notaður er heitur steinefnaríkur sjór sem fannst þegar borað var eftir heitu vatni í Húsavíkurhöfða, þar sem böðin eru staðsett, um miðja síðustu öld. Það voru arkitektar frá BASALT, sem hönnuðu þennan frábæra baðstað, en þeir hafa hannað flest og fallegustu nátturböðum landsins eins og Bláa Lónið, Guðlaugu á Akranesi, Vök á Egilsstöðum og Jarðböðin við Mývatn. Stutt er frá Húsavík á marga af eftirtektaverðustu ferðamannastöðum landsins, eins og Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn.
Húsavík 19/10/2021 14:12 – A7R IV : FE 1.4/24 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson