Ingi Arason rekstarstjóri hjá Hafnarbakka

Hafnarbakki-Flutningatækni – DJÚPGÁMAR ÞAÐ NÝJASTA Í SORPMÁLUM

Hafnarbakki-Flutningatækni hefur undanfarin ár flutt inn gáma og tæki til sorphirðu fyrir utan ýmsar aðrar vörur sem tengjast endurvinnslu og umhverfi. Djúpgámar eru það nýjasta í sorpmálum hér á landi en þeir hafa verið í notkun víða erlendis undanfarin ár. HafnarbakkiFlutningatækni flytur inn og selur þessa gáma. Ingi Arason, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að djúpgámarnir séu lausn sem ýti undir aukna flokkun sorps í heimahúsum en þeir eru þá nokkrir á sama stað þannig að íbúar geta sett flokkað rusl í réttan gám. „Íbúarnir flokka þá ruslið sjálfir og taka virkan þátt í flokkun og endurvinnslu. Þetta hefur leitt til þess að fleiri sortir eru flokkaðar frá öðru rusli – það var náttúrlega byrjað á sínum tíma á pappír og síðan plasti en svo má nefna gler og málma. Það var byrjað á gámastöðvum á sínum tíma en síðan hafa þessar lausnir verið færðar nær heimilunum sem þýðir fleiri ílát sem eru kannski ekki það fallegasta sem fólk vill hafa fyrir framan dyrnar heima hjá sér. Menn fóru að skoða lausnir þar sem hægt væri að koma fyrir miklu magni án þess að það sæist mikið í gáminn.“

 

Ingi Arason rekstarstjóri hjá Hafnarbakka
ÝMSIR KOSTIR

Á meðal helstu kosta djúpgámanna er að stærsti hluti gámsins, sem getur verið 1,2 til fimm rúmmetrar, er neðanjarðar og einungis efsti hluti hans er sýnilegur og þar er hólf þar sem fólk getur flokkað ruslið. Efsti hluti gámsins er álíka stór og hefðbundin ruslatunna og flokkunartunnur. „Gámurinn verður því ekki eins fyrirferðarmikill í umhverfinu enda eru gámar misfallegir. Hægt er að koma fyrir mörgum flokkum í gámnum og þetta á að geta hvatt fólk til að flokka ruslið.“ Á meðal annarra kosta er minna viðhalda, aukið rúmtak og þar með færri losanir, færri losanir þýðir síðan minni kostnaður, gámurinn er algerlega tæmdur sem þýðir minni óþrif, þeir eru sterkir og endingargóðir, eru þéttir og þola vel íslenskt veðurfar og svo eru þeir auðveldir í notkun. Fyrir utan að vera tilvaldir og góð lausn fyrir fjölbýlishús þykja djúpgámar vera tilvaldir á fjölfarna staði svo sem við torg, í almenningsgörðum, við ferðamannastaði og við hvíldarstaði meðfram þjóðvegum.

SALAN MARGFALDAST

Ingi segir að sífellt fleiri kjósi djúpgáma. „Við seldum þessa útfærslu á gámum fyrst árið 2014 og síðan hefur salan aukist og hún mun margfaldast á þessu ári en það hefur aukist að gert sé ráð fyrir djúpgámum í nýjum hverfum og lóðum hér á landi. Sumir verktakar gapa þegar þeir reikna út hvað þetta kostar á móti því hvað kostar að taka hluta af húsinu undir sorphirðu. Svo er hægt að breyta tunnugeymslunni (í eldri húsum) í hjólageymslu. Það er orðið meira um að verið sé að gera ráð fyrir djúpgámum sem aðallausnum í staðinn fyrir grenndargáma sem er góð leið til að taka flokkað endurvinnsluefni frá heimilum og þetta auðveldar þar með íbúunum að losa sig við endurvinnsluefnin.“ Djúpgámarnir koma tilbúnir og er hægt að fá gámana með mismunandi klæðningm. Þá er hægt að fá raflæsingu á gámana þannig að hægt sé að aðgangsstýra fyrir hvern og einn. Einnig er hægt að fá mæli sem mælir hvernig ílátin fyllast.

ÓDÝRARA FYRIR SVEITARFÉLÖG

Ingi segir að mikill kostnaður fylgi sorphirðu hjá sveitarfélögunum enda sé sorphirða á heimilisúrgangi mannaflsfrek. „Henni fylgir tæki, bílstjóri og fjórir til fimm menn sem sækja sorptunnur. Þegar kemur að djúpgámunum þá eru það íbúarnir sjálfir sem setja úrganginn í hann og síðan kemur einn bíll sem losar ílátið sem til lengri tíma litið mun leiða til verulegs sparnaðar fyrir sveitafélögin í soprhirðu sem er stórt mál því henni fylgja miklir peningar.“

 

Djúpgámar í nýbyggðu hverfi í Norðurbakka í Hafnarfirði
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0