Hallgrímskirkja í ágúst 2023

Hallgrímskirkjan okkar

Efst á Skólavörðuholtinu er Hallgrímskirkja, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur. Það var arkitektinn Guðjón Samúelsson (1887-1950) húsameistari ríkisins sem fékk það stóra verkefni árið 1937 að teikna höfuðkirkju fyrir höfuðborgina. Hallgrímskirkja var 41 ár í byggingu, eða frá því að framkvæmdir hófust árið 1945, þar til kirkjan var loksins tilbúin árið 1986. Í dag sækja þúsundir ferðamanna daglega kirkjuna heim. Hallgrímskirkja er næsthæsta bygging á Íslandi, og með stórbrotið útsýni fyrir gesti og gangandi frá toppi turnsins yfir höfuðborgarsvæðið. Kirkjan er nefnd eftir Hallgrími Péturssyni (1614-1674) höfuðsálmaskáldi þjóðarinnar. Icelandic Times / Land & Saga fór upp, og inn í kirkjuna eftir að hafa skoðað hana frá öllum hliðum utandyra. Líklega er kirkjan það sem flestir ferðamenn ganga að, mynda og heimsækja, því byggingin er svo afgerandi, þar sem hún stendur efst á Skólavörðuholtinu og gnæfir yfir miðbæinn, og langt út á sundin blá.

Skuggahverfið í Reykjavík, frá Hallgrímskirkjuturni

 

Horft að anddyri og orgeli
Horft úr Hallgrímskirkjuturni niður Skólavörðustíginn að Reykjavíkurhöfn
Horft inn kirkjuskipið
Predikunarstóll, og skírnarfontur Hallgrímskirkju

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík  27/08/2023 : A7R IV, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0