Það er spurning, hvort Hamraborgin í miðbæ Kópavogs, næst stærsta bæjarfélagi landsins sé bæði há og fögur. En… það er margt gott, mjög gott í þessu bæjarfélagi í miðju höfuðborgarsvæðisins. Ungs bæjarfélags með tæplega 42 þúsund íbúa sem varð til árið 1948, þegar um fimm hundruð íbúar í núverandi Kópavogi mynduðu nýjan bæ, en landið var hluti af Seltjarnarnesi, með Reykjavík á milli. Árið 1950 voru íbúar Kópavogs orðnir 1.600, tíu árum síðar rúmlega sex þúsund. Nítján hundruð og sjötíu eru þeir tæp 14 þúsund, og fjölgar einungis um 3000 þúsund á næstu tíu árum, og sama fjölda til 1990 þegar íbúatalan nær rúmlega sextán þúsundum. Næstu tvo áratugina fjölgar íbúum um 14 þúsund. Árið 2010 eru íbúarnir orðnir tæplega 30 þúsund, og nú þrettán árum seinna, eru kópavogsbúar 13 þúsund fleiri, eða tæplega 42 þúsund. Í Kópavogi er ekki bara stærsta verslunarmiðstöð landsins, Smáralind, eða hæsti Turninn, heldur bær með öflugt íþrótta og menningarlíf, rétt vestan við Hamraborgina.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Kópavogur 12/09/2023 : RX1R II, A7R IV : 2.0/35mm Z, FE 2.8/100 GM, FE 1.8/20mm G