Fingurnir á fimm daga gömlum Kára. Einn af þeim tæplega 500 íslendingum sem fæðast hér í hverjum mánuði.

0,005% jarðarbúa

Í lok september, voru íslendingar 374.830, og hafði fjölgað um 3.250 á þriðja ársfjórðungi. Fæðingar voru 1.310, það létust 580, og aðfluttir umfram brottflutta voru 2.530. Erlendir ríkisborgarar sem bjuggu hér voru 54.140 þann 1.október, eða 14,2% af heildarfjöldanum. Ísland er fimmta strjálbýlasta land í veröldinni. Grænland er það lang stjábýlasta, næst kemur Mongólía, Namibía og síðan Ástralía rétt á undan Íslandi. Lang þéttbýlustu lönd jarðar eru borgríkin, Makaó, Mónakó og Singapúr. Jarðarbúar eru í dag, 7 milljarðar 912 milljónir 633 þúsund og eitthvað, og hefur fjölgað um tæplega 80 milljónir á þessu ári. Sem þýðir að með sömu fjölgun verðum við 8 milljarðar eftir tæpt ár. Íslendingar eru 0,005% jarðarbúa. 

Reykjavík 10/12/2021 14:30 – A7C : FE 2.8/50mm M
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson