Heillandi heimur af heitu vatni

Gegnt Akureyri, í botni Eyjafjarðar og undir Vaðlaheiðinni eru Skógarböðin / Forrest Lagoon. Einstakur baðstaður sem opnaði í lok maí 2022. Laugarsvæðið samanstendur af tveimur heitum laugum sem eru samtals 500 m og rúma vel 200 gesti í einu. Heita vatnið kemur úr Vaðlaheiðagöngunum, rétt norðan við böðin, en þegar var verið að bora göngin 2016, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals, hittu bormenn á heitavatnsæð, sem nú er nýtt í Skógarböðin. Öll hönnun og upplifun er til fyrirmyndar í þessum nýju böðum við Akureyri.

Og síðan sést í stærsta skíðasvæði landsins, Hlíðarfjall handan við fjörðinn. 

Forrest Lagoon eru gegnt Akureyri, undir Vaðlaheiðinni

Aðkoman að Skógarböðunum / Forrest Lagoon

Heitt vatn, stór upplifun

Frábær aðstaða, með bar og auðvitað útsýni

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

14/02/2023 : A7R III, A7C, RX1R II : FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm, 2.0/35mm Z