Heimurinn tilheyrir öllum, ekki fáum útvöldum er yfirskrift samsýningar átta nemenda á meistarastigi við Listaháskóla Íslands.
Verið velkomin á opnun í Nýló í Breiðholtinu laugardaginn 28. nóvember klukkan 16.00.
Útgangspunktur sýningarinnar er sú umgjörð sem Nýlistasafnið lagði til, bæði í menningarlegu tilliti safneignar þess og sögu, sem og staðháttum og nærumhverfi safnsins í Breiðholti. Spurt er um miðju og útjaðar menningar; hvort hin virka innspýting og hreyfiafl í listsköpun sé ef til vill að finna á jaðrinum eins og í miðborginni. Eru Fellin ef til vill meiri miðja en Lækjartorg? Fyrir hverja er myndlistin og hvert sækir hún sín áhrif? Dregin hafa verið fram óþekkt höfundaverk í safneign Nýlistasafnsins til samtals við nýjan höfund, hverfið hefur verið kortlagt í gönguferðum, það sem er fyrir utan hefur verið flutt inn og rými safnsins fengið nýjan ljóma og litatón. Gólfflísarnar á aðalhæðinni sem áður hýsti víðfrægt bakarí hverfisins, kallast nú á við lífrænar teikningar, hringlaga form og skuggaleik á veggjum. Alls staðar og allt um kring svífur saga Nýló; saga hræringa og framsækinnar myndlistar á Íslandi í 37 ár.
Höfundar verka eru þau Aimee Odum, Ásgrímur Þórhallsson, Florence So-Yue, Giampaolo Algieri, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jens Michael Muhlhoff, Myrra Leifsdóttir og Ragna Fróðadóttir. Sýningin var unnin undir leiðsögn myndlistarmannanna Elínar Hansdóttur og Ingólfs Arnarsonar.
Þessu samstarfsverkefni og sýningu nemenda á fyrra ári meistaranámsbrautar í myndlist við Listaháskóla Íslands verður hleypt af stokkunum á laugardaginn næstkomandi, 28. nóvember, kl. 16 í Nýlistasafninu við Völvufell 13-21 í Breiðholti. Gengið er inn bakatil.
Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir fyrir hönd sýnenda í 693 5979
Þorgerður Ólafsdóttir safnstjóri 691 6552
Edda K. Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri 897 4062
Opnunartímar Nýló í Breiðholti
þriðjudaga – föstudaga milli kl. 12 – 17
helgar milli kl. 13 – 17
Opnunartímar
Nýlistasafnið í Völvufelli, Breiðholti
Opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12 – 17
Laugardaga – sunnudaga frá kl. 13 – 17
Núllið, Bankastræti 0, 101 Reykjavík
Opið fimmtudaga – sunnudaga frá kl. 14 – 18
Aðgangur er ókeypis.
www.nylo.is
Opening hours
The Living Art Museum in Völvufell, Breiðholt
Open Tuesday – Friday from 12 – 17
Saturday – Sundaday 13 – 17
Núllið, Bankastræti 0, 101 Reykjavík
Open Thursday – Sunday from 14 – 18
Admission is free.
www.nylo.is
Graffiti work by an unknown artist outside of the museum
Mynd: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Mynd: Jens Mühlhoff