3150-4703aHeitt í skammdeginu
Fyrirtækið Glófa sem framleiðir merkið Varma ættu flestir að kannast við enda margir sem hafa yljað sér með aðstoð þessa stærsta framleiðanda prjónavöru á Íslandi. Helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru sokkar, vettlingar, húfur, hárbönd, treflar og sjöl, ásamt  alls kyns flíkum úr íslenskri ull, einkum slám, peysum og kápum. Hárbönd með áttablaða rósamynstri og húfur úr ýfðri ull ættu margir að þekkja en einnig býður Glófi vörur úr íslensku lambskinni.
Vorið 2012 var ný mokkavörulína sett á markaðinn, hönnuð af Siggu Heimis iðnhönnuði. Sigga lagði sett_turkisáherslu á að leyfa hráefninu og staðlaðri hönnun að njóta sín en kom m.a. með nýja og skemmtilega útfærslu á vörur eins og höfuðföt og lúffur. Einnig hannaði hún ver sem smeygja má utan um sessur gömlu eldhúskollanna, sem margir eiga í fórum sínum, og kemur sú hugmynd sérstaklega vel út. Kollana má til dæmis finna hjá Epal og í ATMO húsinu. Þess má geta að mokkavörur þykja afskaplega smart erlendis og hönnuðir eins og Karl Lagerfeld  3150-5203hafa unnið flíkur úr þessu náttúruvæna og hlýja skinni.
Annar hönnuður Laufey Jónasdóttir, er í samstarfi við Glófa, og er prjónalínan Blik afrakstur samstarfs þeirra, bæði fallega grafísk og stílhrein. Blik samanstendur af sextán vélprjónuðum flíkum og aukahlutum undir áhrifum frá þjóðsögunni um Þóruhólma sem fjallar í stórum dráttum um mann sem sat að fiskidrætti og krækti sér í hafstúlku.
3150-21211720315Myndir teknar fyrir https://www.varma.is by oli@olinn.netGlófi leggur áherslu á að þróa og nýta íslenska ull í hágæða íslenska vöru og vera trú uppruna sínum, enda gæði íslensku ullarinnar og mokkaskinnsins einstök.
www.varma.is