Heitt & notarlegt

Heitt & notarlegt

Eitt það besta við Ísland, er auðvitað heita vatnið. Jarðhiti er notaður á svo margan hátt, með jarðvarmavirkjunum að framleiða hreina raforku, að hita húsin okkar, og sundlaugar og baðstaði. Fyrsta steypta sundlaugin á Íslandi var byggð í Laugardalnum í Reykjavík 1908. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú um 20 sundlaugar, og hver bær, hvert sveitarfélag á Íslandi hefur auðvitað sína sundlaug. Síðan Bláa lónið hóf starfsemi fyrir tæpum 30 árum hefur upplifunar baðstöðum fjölgað mjög, og fjölgar enn. Nú á stuttum tíma hafa þrír hágæða baðstaðir opnað, Sky Lagoon í Kópavogi, Skógarböðin / Forrest Lagoon á Akureyri og nú síðast Hvammsvík Hot Springs í Hvalfirði. Böðin eru aðeins 45 mín aksturfjarlægð frá Reykjavík, hálftími frá Akranesi, einn og hálfur klukkutími frá Keflavík. Icelandic Times / Land & Saga skrapp auðvitað í góðviðrinu í dag til að kíkja á þennan mánaðargamla baðstað.

 

Heita vatnið kemur úr 1400 metra djúpri borholu við hliðina á baðstaðnum, það er sírennsli, allt vatn í laugunum endurnýjast stanslaust.
Bretti og sjósund eru nýir og spennandi möguleikar sem Hvammsvík býður upp á
Við innganginn að baðhúsinu, bragganum, sem er nýtt / gamalt og fallega hannað hús fyrir búningsklefa er líka lítill veitingastaður. En þessi ær með lömbin sín tvö, naut útivistarinnar eins og aðrir gestir baðstaðarins

 

Hvalfjörður 21/08/2022 : A7C : 2.8/21mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson