Héraðið við Lagarfljót
 
 
Sagan um Orminn á Lagarfljóti
Það bar til einu sinni í fornöld, að kona nokkur bjó á bæ einum í Héraðinu við Lagarfljót. Hún átti dóttur eina vaxna. Henni gaf hún gullhring. „Þá segir stúlkan: „Hvernig get ég haft mest gagn af gullinu því arna, móðir mín?“ – „Leggðu það undir lyngorm,“ segir konan. „Stúlkan tekur þá Sumarland2009-23_2lyngorm og lætur gullið undir hann og leggur ofan í trafeskjur sínar. Liggur ormurinn þar nokkra daga. En þegar stúlkan fer að vitja um eskjurnar, er ormurinn svo stór orðinn, að eskjurnar eru farnar að gliðna í sundur. Verður stúlkan þá hrædd, þrífur eskjurnar og kastar þeim með öllu saman í fljótið. „Líða svo langir tímar, og fara menn nú að verða varir við orminn í fljótinu. Fór hann þá granda mönnum og skepnum, sem yfir fljótið fóru. Stundum teygðist hann upp á fljótsbakkana og gaus eitri ógurlega. „Þótti þetta horfa til hinna mestu vandræða, en enginn vissi ráð til að bæta úr þeim. Voru þá fengnir til Finnar tveir. Áttu þeir að drepa orminn og ná gullinu. Þeir steyptu sér í fljótið, en komu bráðum upp aftur. Sögðu Finnarnir, að hér væri við mikið ofurefli að eiga og væri ekki hægt að bana orminum eða ná gullinu. Sögðu þeir, að annar ormur væri undir gullinu og væri sá miklu verri en hinn. Bundu þeir þá orminn með tveimur böndum. Lögðu þeir annað fyrir aftan bægslin, en annað aftur við sporðinn. „Ormurinn getur því engum grandað, hvorki mönnum né skepnum, en við ber, að hann setur upp kryppu úr bakinu, og þykir það jafnan vita á stórtíðindi, þegar það sést, t.d. harðæri eða grasbrest. „Þeir, sem enga trú leggja á orm þennan, segja, að það sé froðusnakkur, og þykjast hafa sagnir um það, að prestur nokkur hafi ekki alls fyrir löngu róið þar þvert yfir, sem ormurinn sýndist vera, til að sanna með því sögu sína, að hann sé enginn.

SONY DSCFögur náttúra og fjölskyldan í öndvegi
Fljótsdalshérað er rómað fyrir gott veður og náttúrufegurð. Háir fossar, lygn vötn og vaxandi skógar setja svip sinn á umhverfi sem álfar, tröll og huldar vættir vaka yfir. Fjölbreytt fuglalíf, berjalönd og sveppamóar ásamt fengsælum ám og silungsvötnum gera Fljótsdalshérað að ákjósanlegum stað fyrir náttúruunnendur. Allir geta fundið náttstað við sitt hæfi, allt frá fallegum tjaldstæðum til góðra hótela. Veitingastaðir og kaffihús leynast víða og bjóða gjarnan mat sem er sérstakur fyrir svæðið.

Gróska í mannlífinu Á Fljótsdalshéraði ber mannlífið keim af gróskumiklu umhverfinu. Þróttmikið menningarstarf með fjölbreyttum viðburðum og margvíslegu safna-og fræðastarfi setur svip sinn á þetta 3 þúsund manna samfélag.

Fljótsdalshérað býður upp á fjölda möguleika til búsetu. Þéttbýliskjarnar eru á Egilsstöðum, í Fellabæ, á Hallomsstað og Eiðum en þar fyrir utan blómlegar sveitir frá innstu dölum til ystu annesja. Fimm leikskólar, fjórir grunnskólar, menntaskóli, hússtjórnarskóli og háskólasetur ásamt úrvalsaðstöðu til íþróttaiðkunar undirstrikar að á Fljótsdalhéraði er fjölskyldan sett í öndvegi.

SONY DSCTónleikahöllin Skriðuklaustur svíkur engan um hljómburð og andagift . Ljósmyndari: Gunnar Gunnarsson

Margs konar útivist
Útivistarmöguleikar í fjölbreyttri og fallegri náttúru Fljótsdalshérðaðs er nánast óþrjótandi. Skemmtileg tilbreyting er sigling með Lagarfljótsorminum, eina vatnabátnum á Íslandi. Einnig er hægt að róa á Fljótinu. Hægt er að bruna á fjallahjóli um Hallormsstað, leigja hesta eða fara í selaskoðun, fara á hestbaki í Húsey, fara upp á hálendið, skoða fossa, dali og hlíðar, veiða, fara í sund, fara á kajak, veiða hreindýr og rjúpu, fara í gönguferðir og fleira. „Perlur Fljótsdalshéraðs“, er göngukort Ferðafélags Fljótsdalshéraðs með ótal fögrum gönguleiðum.

Góð byrjun á því að skoða hvað er að gerast í sveitarfélaginu er að koma við á Upplýsingamiðstöð Austurlands á tjaldstæðinu á Egilsstöðum. Mikinn fróðleik og upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs www. fljotsdalsherad.is, á heimasíðu Markaðsskrifstofu Austurlands www.east.is og hjá Þróunarfélagi Austurlands www.austur.is. Á heimasíðu Fljótsdalshéraðs er einnig vefmyndavél, sem skilar nýrri mynd á mínútu fresti. Það er því engin leið að segja ósatt um verðurgæðin á Héraði.