Hjarta Íslands – Frá Eldey til Eyjafjarðar

Hjarta Íslands – Frá Eldey til Eyjafjarðar eftir Pál Stefáns og Gunnsteinn Ólafsson.
Í bókinni er sagt frá helstu náttúruperlum á vestanverðu landinu, Vestfjörðum og á Norðulandi vestra að Eyjafirði. Þar er fjallað um náttúru og dýralíf, menningu og sögu sem og þjóðlagatónlist, sagt frá skemmtilegu málfari á viðkomandi svæði, gönguleiðum og öðru sem svalar áhuga fróðleiksþyrstra lesenda.

Fyrir tveimur árum gáfu Gunnsteinn og Páll út bókina Hjarta Íslands – Perlur hálendisins og fékk hún prýðilega dóma. Á næsta ári loka þeir hringnum með þriðju bókinni um náttúru og menningu landsins frá Hrísey til Þingvalla.