Á meðal ótal viðburða hjá Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt er Hjólastóladiskó í porti Hafnarhússins
Stórstjörnur á borð við Pál Óskar, Þórunni Antóníu og Helga Björnsson ætla að syngja og þeyta skífum milli klukkan 19-21 í porti Hafnarhússins á Menningarnótt. Ballið er ætlað fólki í hjólastólum, á hjólaskautum eða bara skrifborðsstólum á hjólum. Hjólastólar verða í boði eins og birgðir endast fyrir þá sem ekki eiga og boðið verður upp á kennslu í þessari einstöku dansgrein.
Auk fyrrnefndra listamanna stíga á stokk mæðginin Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason, Magga Stína, Steindi Jr. og Guðlaug María Bjarnadóttir. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, mun stíga sín fyrstu skref sem plötusnúður og velja fyrsta lagið.
Ballið er haldið í samstarfi Listasafns Reykjavíkur, Tjarnarleikhópsins og íbúa Sólheima í Grímsnesi.
Síðasta leiðsögnin á Kjarvalsstöðum á Menningarnótt Síðasta leiðsögnin um hina rómuðu sýningu á Kjarvalsstöðum Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur fer fram kl. 15 laugardaginn 20. ágúst. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri og sýningarstjóri, fræðir gesti um gerð sýningarinnar sem inniber mörg af lykilverkum Kjarvals. Í vestursal safnsins eru sjaldséð verk úr einkasafni Þorvaldar í Síld og fisk. Þar á meðal er veggmyndin Lífshlaupið sem Kjarval málaði á veggi vinnustofu sinnar í Austurstræti. Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. ágúst.
Fjöldi annarra viðburða er í boði – sem sjá má á heimasíðu safnsins
Culture Night: Wheel Chair Disco
Have you ever danced in a wheelchair? CAN you dance in a wheelchair? Bring your own wheelchair or borrow one from us on Culture Night at Reykjavík Art Museum, Hafnarhús. Many of Iceland´s great musicians and comedians will play music, sing and teach how to rock´n roll in a wheelchair. The Mayor of Reykjavík, Dagur B. Eggertsson will perform as a Dj., and other artists include actors Björgvin Franz Gíslason, Edda Björgvinsdóttir and Guðlaug María Bjarnadóttir, actor and singer Helgi Björnsson, singers Magga Stína and Páll Óskar Hjálmtýsson, comedian Steindi Jr. and the singer Þórunn Antónía Magnúsdóttir.
The Wheelchair Disco is held in collaboration by Reykjavík Art Museum, Tjarnarleikhópurinn acting group and the inhabitants of Sólheimar in Grímsnes.
The last opportunity to see The Course of Life by Kjarval
Kjarvalsstaðir will be open from 10 a.m. – 9 p.m. on Culture Night with no admission. The curator of the exhibition Jóhannes S. Kjarval: Mind and World, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Director of Reykjavík Art Museum, will be at the museum at 3 p.m. and talk about the exhibition and between 6 p.m. and 9 p.m. there will be Mini-Guided tours with special focus on selected works.
Nánari upplýsingar / Contact information:
Áslaug Guðrúnardóttir
Kynningar- og markaðsstjóri / PR and Marketing Manager
Tel. +354 820-1201 / [email protected]