Líklega hefði Íslandssagan verið öðruvísi ef fósturbróður fyrsta landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, og giftur systur hans Helgu Arnardóttur, hefði lifað lengur. Þeir fóstbræður koma saman frá Noregi til Íslands árið 874 +/- og dvelja fyrsta veturinn á tveimur klettahöfðum við suðurströndina, Ingólfur í Ingólfshöfða, sunnan við Fagurhólsmýri og undir hæsta fjalli landsins Hvannadalshnjúk í Öræfajökli. Hjörleifur hafði vetursetu vestar, í Hjörleifshöfða rétt austan við Vík í Mýrdal, undir Kötlu í Mýrdalsjökli. Báðir semsagt undir eldfjöllum. Hjörleifur hafði farið í víking vestur til Írlands, tók þar þræla sem myrtu hann og flúðu með þær konur sem voru með í för til Vestmannaeyja, suður og vestur af Hjörleifshöfða. En á landnámsöld voru íbúar Bretlandseyja kallaðir vestmenn. Ingólfur og hans menn, fundu þá og drápu. Ingólfur og kona hans, Hallveig Fróðadóttir settust að í Reykjavík, eftir að þrælar hans höfðu gengið ströndina frá Ingólfshöfða, þangað til þeir fundu öndvegissúlur Ingólfs í vík austan við Örfirisey, þar sem nú er Reykjavíkurhöfn, hátt í 400 km leið. Þennan fróðleik höfum við úr Landnámu og Íslendingabók. Hér koma nokkrar myndir frá og af Hjörleifshöfða og nágrenni.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 02/10/2023 : A7R IV, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM