Í hátt í hálfa öld hefur Hlemmur, torg í austanverðum miðbænum á horni Laugavegs og Rauðarárstígs verið aðalskiptistöð strætisvagna í höfuðborginni. Árið 1978 var byggt yfir torgið eftir teikningum Gunnars Hanssonar, og varð húsið, skiptistöðin fljótt aðal athvarf útigangsmanna, pönkara. Í dag er í húsinu ein fyrsta mathöll landsins, Hlemmur Mathöll opnuð 2017. Reykjavíkurborg samþykkti fyrir tæpum 3 árum, nýtt skipulag fyrir Hlemm, með því markmiði að auka aðdráttarafl torgsins, og skapa gott og vistvænt umhverfi til að staðurinn verði kjörstaður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Icelandic Times / Land & Saga brá sér niður á Hlemm, til að sjá og skoða, áður en torgið breytir algjörlega um svip. Nafnið Hlemmur, kemur af hlemmi sem var á brú fyrir hesta á menn yfir Rauðará, þar sem torgið er núna, við Rauðarárstíg. Þaðan var var stuttur spölur inn til Reykjavíkur.
09/01/2023 : A7C : FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson