Hljómskálinn sem stendur við gatnamót Fríkirkjuvegar, Sóleyjargötu og Skothúsvegar við austanverða Reykjavíkurtjörn er byggður fyrir akkúrat 100 árum síðan, árið 1923. Hann er fyrsta húsið á Íslandi sem er sérstaklega byggt fyrir tónlist. Hljómskálagarðurinn, nefndur eftir byggingunni sem stendur við sunnanverða Tjörnina, liggur frá Hljómskálanum að Þorfinnstjörn, og síðan að Hringbraut.
Garðurinn er nú að ganga í gegnum miklar endurbætur enda orðinn heillar aldar gamall. Hann er frábært útivistarsvæði sem er mikið notað af höfuðborgarbúum og ferðafólki, og er bæði menningar- og náttúruperla. Í Hljómskálagarðinum verpa á annan tug fugla, þar á meðal krían, í hólma í Þorfinnstjörn. Í garðinum er fjöldi listaverka, til að gleðja gesti og gangandi. Reykjavíkurborg hóf miklar framkvæmdir síðastliðið haust, til að styrkja upp það svæði, syðst í garðinum sem notað er fyrir viðburði, til að mynda á menningarnótt. Verklok áttu að vera í vor. Skipt var um jarðveg, aðgengi, fatlaðra og þjónustu bifreiða er bætt. Framkvæmdir eru nú á lokametrunum, enda vetur konungur handan við hornið.






Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 26/09/2023 : A7R IV, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G