Hnjóskadalur

Fnjóskadalur, einn fallegasti dalur á Íslandi, liggur á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda í Suður-Þingeyjarsýslu. Þarna er Vaglaskógur, stærsti náttúrulegi skógur landsins, og auðvitað Fnjóská, lengsta dragá landsins, sem kemur upp á miðjum Sprengisandi, og hefur grafið þennan fallega dal í þúsundir ára. Það er sumar fallegt í Fnjóskadal, en hann er snjóþungur á vetrum. Hringvegurinn rétt snertir dalinn, örfáa kílómetra frá Vaðlaheiðargöngum við Akureyri og í Ljósavatnsskarð, áfram til Húsavíkur eða Mývatns, og þá áfram austur á firði. Fyrirsögnin er ekkert grín, því amma mín, fædd í dalum 1893, talaði alltaf um Hnjóskadal, með h-i, en ekki F-i. Gömul og góð þingeysk málvenja. Fyrir þá sem vilja sjá og upplifa fegurð Fnjóskadals, er örskot frá Akureyri, en handan við hornið er Flateyjardalur, dalur sem á engan sinn líka á Íslandi, en aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum að sumarlagi.

Fnjóská í klakaböndum

 

Vaglir og Vaglaskógur í haustlitunum

 

Horft norður frá Vöglum að Flateyjardalsheiði í miðnæturbirtu

 

Vaglaskógur er tæpir 5 ferkm stór, með 12 km löngum gönguleiðum, frábært útivistarsvæði.

 

Lokastaðarétt við Þverá, ein fallegasta fjárrétt á Íslandi, réttað annan sunnudag, ár hvert.

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

2019-2021 : A7R IV, A7RIII, RX1R III : FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/50mm Z, 2.0/35mm Z