Hönnunarsafnið

Kíkti inn á sýningu Einar Þorsteins arkitekt á Hönnunarsafninu í Garðabæ
Arkitektinn Einar Þorsteinn Ásgeirsson,. (1942–2015)

SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI

„Ég nota módel til að gera tilraunir, ég geri tilraunir til að skilja“

Árið 2014 færði arkitektinn Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942–2015) Hönnunarsafni Íslands allt innvols vinnustofu sinnar að gjöf. Um er að ræða dagbækur, módel, ljósmyndir, málverk, skissubækur, húsgögn og fleira sem tengist lífi hans og störfum, samtals um 1500 munir. Einar Þorsteinn var brautryðjandi í rúmfræðirannsóknum og sérfræðingur í margflötungum. Hann var á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir um sjálfbærni, samanber kúluhúsin sem hann hannaði og voru reist um 1980. Einari er best lýst sem sannkölluðum endurreisnarmanni. Hann starfaði um langt skeið með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni, meðal annars við hönnun glerhjúps tónlistarhússins Hörpu.
Næstu mánuði mun starfsfólk Hönnunarsafns Íslands ásamt ýmsum góðum gestum skrásetja þessa muni í sýningarsal safnsins. Skráning er viðamikill hluti af starfsemi safna. Hér geta gestir fylgst með þegar hlutir eru teknir upp úr kössum, ljósmyndaðir, skráðir í safnmunaskrá og loks pakkað eftir kúnstarinnar reglum. Markmiðið er að hluturinn varðveitist en sé um leið aðgengilegur ásamt þeim upplýsingum sem til eru um hann. Því miður er reglugerðum um myndbirtingu verka þannig háttað á Íslandi að mörg söfn sjá sér ekki fært að veita almenningi aðgang að myndefni í safnaskrám. Við vonum að þetta eigi eftir að breytast og að einn góðan veðurdag fái allir lykla að þessari fjársjóðskistu safnanna.
Skráning er spennandi ferli sem víkkar sjóndeildarhringinn, kveikir neista og tengingar, hugmyndir, samtöl og minningar.

 

Icelandic Oasis Líkan af „Icelandic Oasis“ sem sýnir borg undir þaki á miðju Íslands Einar taldi að með nútímatækni væri hægt að hanna byggingar fyrir fólk, jafnvel við erfiðustu aðstæður. Þannig gerði hann t.d. hugmyndir um byggingar á Suðurskautinu og á Tunglinu. Þessi mynd sýnir líkan af borg framtíðarinnar á miðhálendi Íslands sem unnið var í samstarfi við 20 nemendur í arkitektúr í Berlín. Umsjón námsskeiðsins, ásamt Einari, höfðu Simon Ingers og Julie Fjeldsted. Borgin er nefnd „Icelandic Oasis“ (Íslandsvin), því á þessu illviðrasvæði væri búin til vin undir þaki, sem biði hlýju, gróður og þægindi þeim sem þar vildu búa eða starfa. Myndin er af bls. 51 í Hugvit. Aftast í bókinni eru taldir upp 8 einstaklingar sem unnu að gerð líkansins. Færsla:Trausti Valsson

 

Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942-2015) Teikningar Hver lína skiptir máli, við vitum ekki alltaf hverju en hver lína skiptir máli. Þær sem eru áhugaverðastar eru svo þær sem fara sínar eigin leiðir og maður ræður lítið við.
Nú er hægt að eignast þessi verk eftir Einar Þorstein Ásgeirsson “poly hederal weddings” eða giftingar margflötunga. Verkið kemur í tveimur stærðum og kostar 15.900 kr og 22.000 kr. Verkin fást í safnbúð Hönnunarsafnsins.
Borholuhús við Kröflu I, 1980 Krafturinn úr iðrum jarðar er falinn undir þessum hógværu hálfkúlum sem minna óneitanlega á framandi geimslóðir. Það er spennandi að velta fyrir sér lífi á öðrum hnöttum. Kannski er það félagsveran í okkur sem gerir það að verkum við þráum að hitta nágranna okkar frá öðrum hnöttum. Þessar 7,7 billjón manneskjur sem búa á jörðinni eru bara ekki nóg, við viljum hitta hina… sem búa þarna í næsta sólkerfi!
Skissubækur Allar þessar tilfinningar sem bærast innra með okkur. Það eru flókin vísindi sem rannsaka þær. Við þekkjum ótta, sorg, gleði, undrun og traust. Aðrar tilfinningar hafa verið nefndar til sögunnar. Ein er nefnd kenopsia og á við um þá tilfinningu sem kemur þegar maður kemur t.d. inn í skóla um kvöld, þegar gangarnir sem yfirleitt eru fullir af lífi eru auðir. Staðurinn virkar ofur-tómur. Önnur er nefnd opia og lýsir tilfinningunni sem kemur þegar horft er djúpt í augu annarrar manneskju. Allar þessar tilfinningar sem bærast innra með okkur. Það eru flókin vísindi sem rannsaka þær. Við þekkjum ótta, sorg, gleði, undrun og traust. Aðrar tilfinningar hafa verið nefndar til sögunnar. Ein er nefnd kenopsia og á við um þá tilfinningu sem kemur þegar maður kemur t.d. inn í skóla um kvöld, þegar gangarnir sem yfirleitt eru fullir af lífi eru auðir. Staðurinn virkar ofur-tómur. Önnur er nefnd opia og lýsir tilfinningunni sem kemur þegar horft er djúpt í augu annarrar manneskju.
Fjölflötungar Einn situr ofan á öðrum, eða halda þeir honum uppi? Ægilega mórölsk skilaboðin í dag. En það er bara ekki hægt að undirbúa jólin án þess að velta svona málum fyrir sér.
Pappírsmódel Hér sameinast ólík form og mynda eitthvað óvænt. Stundum er þetta óvænta alveg æðislegt..stundum alveg ferlegt. Þegar það er ferlegt kemur það fyrir að við viljum henda hlutnum.. En ekki gera það. Ef hann er alger hörmung þá er til safn í Svíþjóð sem mögulega myndi vilja fá hann í safneignina, það heitir Museum of Failure (Safn þess misheppnaða).
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0