Ný nálgun í byggingu fjölbýlishúsa

GP Arkitektar
Ný nálgun í byggingu fjölbýlishúsa
Guðni Pálsson hefur um árabil starfrækt eigin teikninstofu. Fyrstu árinn með Dagnýju Helgadóttir arkitket.
Á meðal verkefna sem þau unnu að, er skipulag Kvosarinnar í miðbæ Reykjavíkur og Rimahverfis í Grafarvogi. Helstu byggingar teiknistofunnar eru svokölluðu „hvítu“ íbúðarhúsin á Völundarlóð og skrifstofubygging við Lágmúli 4, betur þekkt sem Úrval-Útsýnhúsið.

Lágmúli 4

„Fékk þá hugmynd að nota vinkilhús og leggja nokkur hús ofan á hvort annað sitt hvoru megin við aðkomugang. Þetta verður á Selfossi fjögurra hæða hús með átta íbúðir á hverri hæð. Íbúðirnar snúast innbyrðis. Við það verða aðkomugangarnir uppbrotnir, því allir veggir verða innbyrðis kakkir. Þakinu á efstu hæðinni er lyft yfir stofu álmunni við það breyttist útlit byggingarinnar mikið – það kemur meiri léttleiki yfir hana. Heildin snarbreyttist,“ segir Guðni. Útskotsgluggar setja einnig mikinn svip á bygginguna.
Íbúðir verða um 60-90 fermetrar að stærð. Íverurými snúa öll að svölunum og er hægt að ganga út á þær frá þeim öllum. Svalirnar verða stórar – um 18-23 m2 og tveggja metra djúpar. Þær verða því garður hverrar íbúð. „Það verður skilyrði að fólk rækti gróður í steyptum gróðurkössum sem verða á svölunum.“ Búið er að kynna hugmyndina fyrir skipulag- og bygginganefnd Árborgar á Selfossi. Það er eftir að klára bygginganefndarteikningar og segir Guðni að vonandi verði hægt að byrja að byggja í upphafi næsta árs.
Í apríl fengum við úthlutaða lóð fyrir um 110-130 íbúðum í nýju íbúðahverfi Hamranes í Hafnarfirði. Þar höfum við þróað þessar hugmyndir áfram. Hér verður byggðin allt öðru vísi. Í Hamranesi erum við að byggja í opnu landi, enn við Eyraveg á lítilli lóð við götu inn í bæ.

GP arkitektar var úthlutaða lóðum í apríl 2020 fyrir um 110-130 íbúðum í nýju íbúðahverfi Hamranes í Hafnarfirði.

Því verður form húsana allt annað. Húsunum er deilt upp í þrjár íbúðaeiningar með um 40 íbúðum í hverri einingu sem hver um sig er byggð utan um lítinn garð. Íbúðirnar eru vinkilformaðar eins og við Eyraveg. Landið er mosavaxið hraun. Það verður kappkostað að halda því eins mikið óhreyfðu eins og mögulegt er. Við erum að byrja deiliskipulagningu á reitnum, sem verður vonandi tilbúin til byggingar núna í haust.
Guðni segir að þessar byggingar skipta hann miklu máli. „Þetta er á vissan hátt bylting í hönnun fjölbýlishúsa og því mikilvægt að vel takist til.“
Nútímalegt hótel á Selfossi
Í júní í fyrra kláraði teiknistofan hönnun á glæsilegu hótel, Hótel South Coast við Eyraveg á Selfossi. Byggingin er fjórum hæðum. Það eru 72 herbergi á hótelinu. Herbergin eru rúmgóð frá 24 fermetra upp í 34 fermetra að stærð. Á fyrstu hæð er móttaka og veitingastaður. Í kjallara stórt spa með heitum og köldu pottum, gufubað, sauna og rúmgóð hvíldaraðstaða.
„Það var heilmikil vinna að klára þetta hótel, þar sem við teiknum líka allar innréttingar,“ segir Guðni. Hótelið er nútímalegt í útliti eins og öll hans hönnun. Útveggir eru klæddir með ljós- og dökkgráum steinplötum sem og Cortein stáli, sem er ryðgað stál. Brúni litur stálsins skapar hlýleika á móti gráu steinplötunum.

Hótel South Coast Selfossi

Stiginn á milli hæðanna er nýstárlegur smíðaður úr Cortein stáli, hertu gleri og harðvið. Herbergin eru hin glæsilegustu. „Stór gluggi blasir við þegar gengið er inn í herbergin en minni gluggar, annað hvort lóðréttir eða láréttir, eru til hliðar þar sem rúmin eru.“ Lengsti veggurinn í herbergjunum verður svartmálaður en aðrir veggir eru hvítir, fyrir utan veggina sem rúmin munu standa við en þeir eru málaðir í mismunandi litum. Baðherbergin eru í gráleitum og svörtum tónum og eru vaskarnir sérhannaðir sem hluti af borðplötu.
Veggir hótelgangana eru hrá steypan varinn með glæru varnarefni.

Öll lýsing bæði úti og inni er Ledd lýsing sem er sparneytin og viðhaldsminni en venjulegar ljósaperur.
Fyrir nokkrum mánuðum var opnuð lítil gestaálma við Hlið á Álftanesi. Húsið tekur nútímalegt mið af eldra íbúðahúsi sem er byggt í torfbæjarstíl . Við Selhellu er verið að leggja lokahönd á nýbyggingu fyrir HS Veitur. Húsið er um 1600 m2 og samanstendur af lager,verkstæði, skrifstofum og matsal. Húsið verður tekð í notkunn innan tveggja mánaða.Teiknistofan er einnig að hanna 1700 m2 nýbyggingu fyrir Icetransport við Selhellu í Hafnarfirði, sem samastendur af lagerhúsnæði, skrifstofu og matsal.
Hótel við Skipholt 29 í Reykjavík er svo til tilbúið. Þar er opnun háð Koronavírusnum.