Ingjaldshóll með Snæfellsjökull í bakgrunni. Snæfellsjökull er virk eldstöð og gaus síðast fyrir 1750 árum. Gossögu eldfjallsins má rekja aftur um þúsundir ára.

Hóll og fjall

Sumir segja að kirkjan á Ingjaldshóli á vestanverðu Snæfellsnesi sé elsta steinsteypta kirkja í heimi. Hún er reist árið 1903, og er allavega elsta steinsteypta kirkja á Íslandi. Á Ingjaldshóli hefur staðið kirkja frá 13 öld, og fram á 19. öld stóð þarna þriðja stærsta guðshús landsins eftir dómkirkjunum á Hólum og í Skálholti, var pláss fyrir 400 manns í sæti.  Enda var vestanvert Snæfellsnesið þéttbýlasti hluti landsins, fram undir 1900. Þökk sé fengsælum fiskimiðum, stutt undan landi. Á Ingjaldshóli var einnig þingstaður íbúa vestast á Snæfellsnesi, og þá um leið aftökustaður sakamanna.

Snæfellsnes  27/07/2019 20:48 – A7R III : FE 2.8/100 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0