Hótel Dyrhólaey

“Þegar þú hefur svona frábært útsýni, hver þarf myndir á veggina”? Þessi setning endurómaði tilfinningar mínar þegar ég kom á Hótel Dyrhólaey í fyrsta sinn. Stórkostlegt útsýni hvert sem litið var. Nýfallinn snjóinn lagði yfir Reynisfjallshrygginn sem tók skyndilega á sig ný hlutföll. Fagurgrænir grasvellir og töfrandi blátt vatnið umvafði Dyrhólaey í fjarska. Mér leið eins og ég gæti verið hér alla daga, andað að mér ferska loftinu innan um þessa glæsilegu náttúru.

Brot úr sögunni

Eigendur Hótel Dyrhólaey ólust hér upp innan um alla þessa dýrð og á fjölskyldan rætur sínar að rekja hingað aftur til 19. aldar, þegar langalangafi og -amma hófu hér mjólkurbúskap og sauðfjárrækt. Eftir því sem íslenskt samfélag færðist smám saman úr búskaparsamfélagi yfir í nútímalegra og fjölbreyttara samfélag, kom í ljós þörfin fyrir hótel á svæðinu, ferðaþjónusta á Íslandi var þá á frumstigi. Fjölskyldan ákvað að taka skrefið og hótelið fæddist.

Ástríða fyrir norðurljósunum

Ef töfrar norðurljósanna eru ein af ástríðum þínum, þá er Hótel Dyrhólaey rétti staðurinn til að vera á. Stórbrotin náttúra algjörlega óáreitt af borgarljósunum. Boðið er upp á vakningarþjónustu þegar norðurljósin skarta sýnu fegursta. Hótelið státar af 110 fullbúnum herbergjum sem dreifast í þrjár álmur út frá anddyri og borðstofu hótelsins. Glæsilegur bar og veitingastaður með víðáttumiklu útsýni er opinn fyrir gesti á kvöldin.

Perlur náttúrunnar

Hótel Dyrhólaey er staðsett nálægt mörgum af helstu perlum Suðurlands, þar á meðal Reynisfjöru og Reynisdröngum, hið merka þorp Vík og auðvitað Dyrhólaeyjar sem hótelið er nefnt eftir. Fyrir hestaunnendur er boðið upp á hestaferðir í stórbrotinni náttúru og þeir sem eru mjög ævintýragjarnir geta farið í jöklagöngur og vélsleðaferðir á Sólheimajökli, allt í innan við 10-15 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu.

Ef þú vilt skapa dýrmætar minningar þar sem fjöllin, hafið og himininn mætast, í burtu frá amstri hversdagsleikans, íhugaðu þá dvöl á Hótel Dyrhólaey og leyfðu töfrunum að gerast.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0