Hringborð norðurslóða / Arctic Circle stendur nú yfir í Reykjavík. Í þrjá daga munu 700 manns, vísindamenn, stjórnmálamenn og venjulegt fólk flytja erindi á um 200 viðburðum í Hörpu ráðstefnu- og tónlistarhöllinni í Reykjavík. Þetta er í tíunda skipti sem þessi árlega ráðstefna er haldin. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum Forseta Íslands og stofnandi Hringborðsins, sagði í opnunarræðu sinni að þetta hefði verið merkileg vegferð, málefni norðurslóða, sem nú eru komin í algjöran forgrunn á heimsvísu vegna þeirrar áskorunar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum. Forsætisráðherra Íslands Katrín Jakobsdóttir sagði við opnunina að heimurinn stæði frammi fyrir ógn. Stórt og verðugt verkefni hér og á COP 28, Loftslagsráðstefnu SÞ, sem haldin verður í AUE í næsta mánuði, að sýna hve þjóðirnar á norðurslóðum standi frammi fyrir miklum breytingum af mannavöldum. Ísland ætlar að leggja sitt að mörkum til að markmiðum SÞ verði náð, sagði hún. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir Hringborð norðurslóða afar mikilvægan vettvang. Margt hafi áunnist á norðurslóðum en margar áskoranir blasi við. Ekki bara í loftslagsmálum, Rússar með innrás sinni í Úkraínu geri norðurslóðir óöruggari, þegar Rússar, sem eiga þar stærsta landsvæðið fara ekki eftir neinum leikreglum. Það er því breytt heimsmynd á því svæði sem verður fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum í heiminum, einmitt hér á norðurslóðum.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 19/10/2023 – A7RIII, A7R IV : FE 1.4/85mm, FE 1.4/24mm GM