Húnavatnshreppur

Myndin er af Fossum
í Svartárdal.
Áin heitir Fossá og gilið Fossagil

Húnavatnshreppur hefur uppá fjölmargt að bjóða varðandi ferðaþjónustu og útisvist, enda er sveitarfélagið afar viðfeðmt nær frá sjó við Húnaflóa að Langjökli og Hofsjölki í suðri. Sögustaðir eru fjölmargir og unnið er að uppbyggingu á menningartengdri ferðaþjónustu. Á Þingeyrum hefur verið byggt þjónustuhús sem fengið hefur nafnið Klausturstofa og er hún bylting í þjónustu við þær þúsundir ferðamanna sem árlega skoða Þingeyrakirkju.
IMG_5771Húnavatnshreppur er meirihlutaeigandi að Hveravallafélaginu en félagið hefur það að markmiði að bæta aðgengi ferðafólks á Hveravöllum. IMG_1184Einnig rekur Húnavatnshreppur ferðaþjónustu í nokkrum hálendisskálum á svæðinu. Ferðaþjónusta er rekin í Húnavallaskóla, Dalsmynni , Húnaveri og víðar í sveitarfélaginu. Hesta og gönguferðir eru í boði á vegum ferðaþjónustuaðila og nokkrar af bestu laxveiðiám landsins liggja um Húnavatnshrepp og einnig eru í hreppnum fjölmörg gjöful veiðivötn. Á haustdögum hafa fjár og stóðréttir sífellt vaxandi aðdráttarafl en Undirfells- Auðkúlu- og Stafnsrétt eru meðal stæstu fjárrétta landsins. Að framansögðu er ljóst að fjölmargt er í boði fyrir þá sem leggja leið sína um Húnavatnshrepp og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
  .

Sögustaðir Vatnsdælu, Grettissögu og fleiri fornrita eru víða í héraðinu og má í því sambandi nefna Þórdísarlund , Hof, Ás og Þorbrandsstaði.